Error message

RFID-raflásar

Prenta

a

Rafrænir RFID-lásar eru háþróaðir lásar sem hægt er að forrita og nota með KORTUM, ARMBÖNDUM eða annars konar RFID-MERKJUM. Hægt er að samþætta lásana við rafræn aðgangskerfi sem gera notendum kleift að nýta sér ýmsa þjónustu innan sömu byggingar með einu merki – t.d. til að opna skápa, fara inn á svæði með aðgangstakmörkunum, t.d. gufubað, kaupa vörur á barnum og þar fram eftir götunum.

Rafrænu lásarnir eru nútímalegur búnaður. Hægt er að nota þá sem sjálfstæðar einingar, óháðar aðgangskerfinu, og samþætta þá hvenær sem er við rafrænt þjónustukerfi viðskiptavina.

Ótengdu lásarnir eru knúnir með rafhlöðum og þær þarf að hlaða reglulega. Tengdu lásarnir fá rafmagn í gegnum rafmagnssnúru. Fáðu frekari upplýsingar um tiltæka lása hjá ráðgjöfum okkar.