FATASKÁPAR

Fataskápar eru fjárfesting sem endist í mörg ár og slíkir skápar ættu að vera endingargóðir, slitsterkir, notendavænir og fágaðir. Skáparnir frá ALSANIT uppfylla öll slík skilyrði. Við bjóðum mesta úrval af smíðaefni á markaðnum fyrir skiptiklefa og öryggisskápa. Þar að auki getum við aðlagað og breytt þeim eftir þörfum verkkaupa. Fataskápar okkar fást með ýmsum gerðum bekkja eða á fótum. Einnig er hægt að nota læsingar af hvaða toga sem er eða panta grafík sem er sérhönnuð fyrir viðskiptavininn.

Skáparnir eru afhentir samsettir og tilbúnir til notkunar. Því þarf eingöngu að koma þeim fyrir, sjá til þess að þeir séu láréttir og koma fyrir læsingum.

ALSANIT framleiðir fataskápa úr ólíkum smíðaefnum

Skápar úr HPL-harðplasti voru fyrst notaðir í búningsklefum sundlauga en þá er einnig hægt að nota annars staðar. Fataskápar úr HPL-harðplasti eru afar slitsterkir, vatnsheldir og hafa fágað útlit. Slíkir skápar henta afar vel fyrir vinnustaði, heilsugæslu og íþróttaaðstöðu.

Þegar innrétta skal rými þar sem ekki er mikill raki á hagkvæman hátt, getum við boðið skápa úr melamínhúðuðum spónaplötum. Melamínplötur eru fáanlegar með ýmsum áferðum, þ. á m. HÁGLANS. Slíkar plötur búa til spennandi innanhússhönnun á hagkvæmu verði sem er alveg nauðsynlegt þegar verið er að opna nýjan stað. Fataskápar úr spónaplötum henta afar vel í búningsklefa líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaaðstöðu.

Nýsköpun er kjarninn í vexti okkar. Við fjárfestum í fyrsta flokks framleiðslulínu og því getum við boðið einstaka og einkaleyfisvarða einingaskipta skápa. Grindurnar eru úr galvanhúðuðu og dufthúðuðu stáli, hurðirnar úr HPL-harðplastplötum, melamínplötum, gleri eða málmi.

Framsækin hönnun fataskápa

Málmskáparnir okkar eru einingaskiptir. Þeim má raða saman í rýminu á hvaða hátt sem er, jafnvel eftir að viðskiptavinurinn fær þá afhenta. Einnig er hægt að breyta innanrými skápanna, smíðaefninu, opnunarátt hurðarinnar og hólfaskiptingu öryggisskápa. Slíkur sveigjanleiki gefur viðskiptavininum tækifæri til að laga fataskápana að rýminu á hagkvæman hátt og við lengjum endingartíma skápanna umtalsvert sem er afar gott fyrir umhverfið.

Ódýrar og endingargóðar málmgrindur og ólíkar framhliðar eru fullkomin samsetning verðs, fágunar og endingartíma og veita mikinn sveigjanleika við hönnun skápasamsetninganna. Þessa útfærslu má nota ásamt bekk sem má geyma undir skápnum sem er sérlega gagnlegt þegar rýmið er af skornum skammti. Þessa skápasamsetningu má einnig nota á skrifstofum, í skólum og hótelum.

Við ábyrgjumst fulla aðstoð við verkið og fyrsta flokks handverk, óháð því hvaða samsetning er valin.

0

Verkefnastjórnun á ári

0

Fjöldi hurða sem sem við framleiðum á mánuði

0

Lönd þar sem vörurnar okkar eru seldar

0

ALSANIT starfsfólk

TAURUS

Notkun HPL-harðplasts í fataskápa hefur gert gæfumuninn. TAURUS-skáparnir eru smíðaðir úr HPL-harðplasti, eru afar slitsterkir, auðvelt að halda við og sérhannaðar án aukagjalds.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
HARÐPLASTPLÖTUR 4mm 10mm 10/12mm
       

CANIS

Við trúum því að CANIS-skáparnir séu besta slíka lausnin í heiminum. Einingaskipt hönnun málmgrindanna býður upp á ótakmarkaða valmöguleika við innanhússhönnun og hurðirnar úr HPL-harðplasti auka endingartímann og bæta útlitið.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
HARÐPLASTPLÖTU    -    - 10/12mm
STÁL 0,7mm 0,7mm     -

Musca

MUSCA-skápar eru fyrir viðskiptavini sem leita eftir bæði fallegum og ódýrum lausnum. Einingaskipt hönnun gerir kleift að breyta skápunum, jafnvel eftir afhendingu, sem lengir verulega endingartíma þeirra.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
MELAMÍNPLÖTUR    -    - 18mm
STÁL 0,7mm 0,7mm     -

Lacerta

LACERTA-skáparnir hafa einstakt yfirbragð, fullkomin viðbót við falleg innanrými. Einingaskipt hönnun og því er auðvelt að breyta innanrými skápanna.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
GLER    -    - 6/10mm
STÁL 0,7mm 0,7mm     -

URSA

URSA-skáparnir eru glæsilegir og hafa yfir sér skandinavískt yfirbragð. Þetta eru mjög vinsælir skápar úr viðarspæni sem henta til notkunar á skrifstofum og íþróttaðstöðu

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
MELAMÍNPLÖTUR 18mm 18mm 18mm
       

COMMERCE

Lína COMMERCE eru ódýrir skápar gerðir alveg úr málm. Þetta eru fjölnota húsgögn sem eru hannað til að geyma hluti örugglega í skólum, vinnustöðum eða íþróttamannvirkjum. 

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLUTI BÚKUR HURÐIR
GALVANÍSERAÐ STÁL 0,65 mm 0,65 mm 0,65 mm

Garderóba ALU+HPL

Fjárhagsleg lausn, 100% vatnsheld.

Dulmál

Vélrænir og samsettir læsingar.

Rafræn fyrir kóða og RFID

RFID offline læsingar sem geta starfað með ESOK eða sjálfstætt.

Fataskápar

Fataskápar eru notaðir í búningsklefum starfsfólks, íþróttaaðstöðu og öðru rými þar sem nauðsynlegt er að geyma venjulegan fatnað. Vert er að benda á að notkun skápa er skylda á mörgum vinnustöðum. Þessi krafa kemur fram í reglum Vinnueftirlits ríkisins, reglugerð félagsmálaráðherra og félagsmálastefnu um öryggi og heilbrigði við vinnu og starfsumhverfi.

ALSANIT-fataskápar eru fullkominn kostur, óháð smíðaefninu. Hægt er að framleiða þá með áprentunum í hvaða smíðaefni sem er.

Samþjappaðar HPL-harðplastplötur eru fyrsta flokks efni með marga ákjósanlega eiginleika. Þær eru vatnsheldar, þola rispur og eru afar slitsterkar. Fataskápar úr HPL-harðplasti eru frábær fjárfesting og henta sérstaklega vel þar sem umferð notenda er mikil. Skáparnir eru slitsterkir og fágaðir úr 10 mm þykkum plötum með léttu yfirbragði origami-sköpunarverka.

Málmskápar með glerhurðum eru fyrst og fremst ætlaðir fyrir aðstöðu í sérflokki. Við leggjum mikinn metnað í frágang og hugum að hverju smáatriði. Eingöngu eru hert gler í skápunum okkar. Hert gler þolir betur skemmdir og er öruggara því það brotnar í litlar einingar sem hafa ekki beittar brúnir.

Málmskápar með framhliðum úr HPL-harðplasti er blönduð lausn sem hefur kosti beggja þessara smíðaefna. Málmskápar með hurðum úr HPL-harðplastplötum gefa tækifæri til að nýta eiginleika HPL-harðplastplatna á mestu álagsstöðunum og málmgrindin er bæði létt og hlutfallslega ódýr.

Málmskápar með framhliðum úr spónaplötum eru fullkomin lausn fyrir viðskiptavini sem leita að fallegri en um leið hagkvæmri lausn.

Skápar úr spónaplötum eru ódýrasta lausnin í vöruúrvali okkar. Þeir sameina fyrsta flokks gæði ALSANIT-vara og eru kostnaðarhagkvæmar lausnir fyrir ódýrari verk. Fjölbreytt litaúrval og lágt verð smíðaefnisins gerir þetta að fullkominni lausn fyrir fyrsta rýmið sem viðskiptavinir innrétta.

ALSANIT — fylgir öllum gildandi lögum og reglugerðum

Fataskápar þurfa að vera endingargóðir og nægilega öruggir til að vernda persónulegar eigur íþróttaiðkenda eða starfsfólks. Þessir skápar henta til notkunar í búningsklefum og snyrtingum. ALSANIT framleiðir skápa fyrir slíkt rými samkvæmt gildandi reglum og þörfum notandans.

Fataskápar gera kleift að hanna fallegt innanrými búningsklefa íþróttaaðstöðu, líkamsræktarstöðva og vinnustöðu. Fjölmargir valmöguleikar eru í boði til að sérsníða skápa úr HPL-harðplasti, melamíni eða málmi og breyta rýminu til að auka nýtni og bæta hönnun þess. Skápar samþykktir af hollustuvernd eru afar slitsterkir, veita viðnám gegn rispum og eru rakaþolnir (mikilvægur eiginleiki í búningsklefum íþróttaaðstöðu, eins og sundlaugum) Þar að auki eru skápar sem ALSANIT hannar og setur upp búnir loftopum sem tryggja nauðsynlegt loftflæði.

Hafa skal í huga að vinnuveitandinn ber ábyrgð á því að sjá starfsfólki sínu fyrir skápum sem henta viðeigandi atvinnugrein til að starfsfólk geti skipt á hverjum degi úr venjulegum fötum í vinnuföt (búninga, vinnugalla, svuntur o.s.frv.). Slíkir skápar eru oft nauðsynlegir fyrir björgunarsveitir og slökkvilið, auk þeirra sem starfa á iðnaðar- og framleiðslustöðum og þurfa að skipta um yfirfatnað. Vinnuveitandinn verður að bjóða upp á fullnægjandi aðstöðu með skápum, nægilegum fjölda geymsluhólfa til að geyma vinnuföt og skófatnað á hentugan hátt. Slíkir skápar eru nauðsynlegir fyrir starfsfólk sem er útsett fyrir miklum óhreinindum eða mengun vinnufatnaðar með ertandi efnum eða öðrum hættulegum efnum. Kröfur um slíka skápa í búningsklefum eru tilgreindar í reglum um hollustuhætti á vinnustöðum.

Fataskápar fyrir starfsfólk — traust handbragð

ALSANIT bæði hannar og framleiðir fataskápa fyrir fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og líkamsræktarstöðvar. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á bestu lausnirnar og leggjum áherslu á að fylgja gildandi reglugerðum um hollustuhætti. Við fylgjum gildandi lögum og sköpum frábæra skápa fyrir búningsklefa starfsfólks, íþróttamanna eða notenda líkamsræktarstöðva. Við veljum besta smíðaefnið og bestu fylgihlutina sem passa við endanlegt útlit innréttinganna — hvort sem um sökkla eða fætur er að ræða fyrir rétthyrnda eða L-laga skápa. Við sérsmíðum bekki og stóla úr slitsterkum smíðaefnum sem draga ekki í sig raka og er auðvelt að þrífa.

Innrétta má búningsklefa starfsfólks með OHS-skápum úr eftirfarandi smíðaefnum:

  • HPL-harðplastplötur,
  • melamínplötur,
  • plötur úr galvanhúðuðu stáli,
  • blandaðir íhlutir eða samsetningar allra þessara smíðaefna.
    .

Gerð smíðaefna fer eftir kröfum rýmisins, viðskiptavinarins og fjárhagslegu bolmagni. Óháð fylgihlutum verður hver skápur að bera vott um faglegt handverk en um leið að vera slitsterkur og rakaþolinn. Þess vegna eru fataskápar frá okkur notaðir í búningsklefum íþróttaaðstöðu, á vinnustöðum og ýmissi aðstöðu björgunar- og læknaþjónustu.

Við mælum með melamínplötum eða málmskápum fyrir viðskiptavini sem leita að skápum fyrir búningsklefa á hagkvæmu verði. Melamínskápar eru einnig fáanlegir með háglansandi mynstrum sem hafa slétta og gljáandi áferð. Lægra verð hefur því ekki áhrif á endanlegt útlit skápanna úr málmi eða melamínplötum því hægt er að breyta lit og áferð þeirra.

Skápar úr HPL-harðplastplötum henta betur fyrir búningsklefa íþróttaaðstöðu og líkamsræktarstöðva vegna þess að slíkir skápar eru sérframleiddir til að þola slíkar aðstæður.

ALSANIT býður einnig blandaðan valkost eða samsetingu af málmskápum og HPL-harðplastplötum. Hægt er að gera breytingar eða bæta við slíka skápa eftir þörfum, t.d. skipta út framhliðunum ef skemmdir verða eða til að breyta hönnuninni. Loftop eru á hverjum skáp til að tryggja fullnægjandi loftflæði að innanverðu.

Fataskápar fyrir salerni og búningsklefa frá ALSANIT

Við höfum verið lengi á markaðnum og fylgjumst með núverandi straumum og stefnum ásamt gildandi lagaskilyrðum. Þar af leiðandi getum við boðið viðskiptavinum okkar bestu lausnirnar á hverjum stað fyrir sig. Við veitum ráðgjöf varðandi val á innréttingum og hentugri samsetningum (Taurus, Canis, Musca, Lacerta, Ursa, Junior), innanrými skápa og nauðsynlegum fylgihlutum auk heildarskipulags fyrir hvert rými.Hafðu samband við okkur og við finnum í sameiningu bestu fataskápana fyrir vinnuaðstöðuna eða búningsklefann.

Við notum vafrakökur til að hámarka upplifun þína. Með því að skoða vefsíðuna okkar samþykkirðu persónuverndarstefnu okkar.