Error message

 • HPL skápar TAURUS (með háþrýstiplasthúðun) eru byltingarkennd nýjung. Þeir eru einstaklega endingargóðir, auðveldir í þrifum og fást í sérsniðum stærðum á föstu verði.

  Meira

 • LPB skápar URSA (úr plasthúðuðum spónaplötum) eru hagstæð og litrík lausn.

  Meira

 • LACERTA MÁLM OG GLER skápalínan er dæmi um framsækna skápahönnun þar sem mismunandi formum og efnum er blandað saman. Niðurstaðan er sérlega skemmtileg lína með óteljandi möguleikum á útfærslu.

  Meira

 • CANIS skápar úr MÁLMI+HPL (með háþrýstiplasthúðun) sýna glöggt hvernig hægt er að sameina frumlegar hugmyndir og hugvitsamlegar lausnir.

  Meira

 • Skápar MUSCA úr MÁLMI OG LPB (úr plasthúðuðum spónaplötum) eru góð lausn fyrir þá sem vilja áhrifaríka hönnun á góðu verði.

  Meira

ALSANIT: Skápar sem endast lengur en stál

Við erum alltaf að sækjast eftir nýjum innblæstri og á höttunum eftir ferskum hugmyndum. Hönnun okkar og framleiðsla á skápum byggist á því að nýta til þess háþróuð efni með sérstaka eiginleika. Skáparnir okkar, sem framleiddir eru úr HPL (plötum með háþrýstiplasthúðun), LPB (plasthúðuðum spónaplötum) eða MÁLMI ásamt öðrum efnum, eru ýmsum kostum búnir sem ekki er að finna í hefðbundnum málmskápum sem mikið eru notaðir í sundlaugum, skólum og víðar.

Húsgögnin okkar henta til eftirfarandi notkunar, óháð því úr hvaða efnum þau eru:
•    til að geyma fatnað
•    sem verðmætaskápar
•    sem starfsmannaskápar
•    í skólum
•    á heilbrigðisstofnunum
•    í búningsherbergjum
•    í sundlaugum

Við vitum að verkefnastjórnun og samþætting ólíkra birgja og lausna getur verið vandasamt verk. Þess vegna aðlögum við lausnir okkar og bjóðum upp á alhliða innréttingaþjónustu. Á meðal þess sem við bjóðum upp á eru:
•    ráðgjafar- og hönnunarþjónusta
•    mjög áreiðanlegir vélrænir og rafrænir lásar
•    bekkir, kollar og skápar fyrir búningsherbergi
•    sérhönnuð húsgögn, t.d. fyrir verkfæri, handklæði, o.s.frv.

Við notum hágæðaefni við framleiðslu traustra húsgagna sem tryggja ánægju viðskiptavina okkar. Starfsfólk okkar er reiðubúið að veita aðstoð og ráðgjöf á öllum stigum verksins. Hægt er að breyta og sérsníða skápa, fyrir skóla, sundlaugar og örugga geymslu fatnaðar, og annan búnað frá ALSANIT eftir þörfum hvers og eins. Við lítum á hvert verkefni sem áskorun og skapandi tækifæri til að prófa ólík snið og þróa nýja hönnun. Við bjóðum upp á úrval fata-, starfsmanna- og sundlaugaskápa fyrir einstaklinga jafnt sem stærri stofnanir, skóla, íþróttamiðstöðvar og verslanakeðjur.

ALSANIT er þekkt vörumerki í Evrópu sem hefur sinnt ánægðum viðskiptavinum og starfsmönnum þeirra í meira en 15 ár.

Hægt er að nota skápana í eftirfarandi tilgangi, óháð því úr hvaða efni þeir eru gerðir:

 

Fataskápar


 

Fataskáparnir eru fáanlegir með alls kyns lásum og mismunandi sniði á hurðum. Hægt er að panta ALSANIT-fataskápana í sérstærðum án aukakostnaðar. Einnig er hægt að panta skápana með sérhönnuðum myndum.

 

 

 

 

Skápar fyrir búningsherbergi


 

Húsgögn í búningsherbergjum þurfa að vera bæði hagnýt og passa við innanhússhönnunina. Skápar fyrir búningsherbergi bjóða upp á örugga geymslu fata og geta staðið á fótum, bekkjum eða undirstöðum. Þeir henta mjög vel fyrir líkamsræktarstöðvar, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini.

 

 

 

Skápar fyrir skóla


 

Skápar sem nýttir eru sem geymsluskápar fyrir námsmenn í skólum þurfa að vera úr endingarbetra efni en málmi. Skólaskáparnir okkar eru afar endingargóðir og í hefðbundnum stíl.

 

Skápar fyrir sundlaugar


 

Í búningsherbergjum sundlauga þar sem búast má við miklum raka og klór henta HPL-skáparnir (með háþrýstiplasthúðun) fullkomlega. Skápar í búningsherbergjum sundlauga þurfa að þola mjög erfið skilyrði og þar standa HPL-vörur betur að vígi en skápar úr málmi.

 

 

 

Starfsmannaskápar


 

Nútímalegir skápar fyrir búningsherbergi starfsmanna og aðrar skápalausnir til að geyma fatnað sem hægt er að sérsníða eftir kröfum viðskiptavina. Meðfylgjandi skápalæsingar eru ákveðnar út frá þörfum starfsfólks viðskiptavinarins.

 

 

 

Verðmætaskápar


 

Verðmætaskápar nýtast á ýmsa vegu og fást í mörgum stærðum með mismunandi fjölda hólfa. Þeir henta vel til að geyma fartölvur, farsíma, fyrir notkun í samræmi við vinnuverndarlög, til að geyma skó í skólum og sundlaugum, o.s.frv.