Mörg fyrirtæki auglýsa skápa fyrir skóla og hampa vörum sínum. Hvaða skápa fyrir skóla ættir þú helst að skoða og hvaða skápa ættir þú að velja? Margir nota verðið sem viðmið en ódýrasta lausnin er ekki alltaf sú besta. Hvar er best að kaupa skápa fyrir skóla?
Evrópskir skólar eru yfirleittu hættir að nota hefðbundnar innréttingar úr málmi og nota þess í stað sérsmíðaðar innréttingar. ALSANIT-skápar fyrir skóla eru hannaðir og framleiddir til að fyrirbyggja veikleika sambærilegra skápa úr málmi.
Við gerum okkur fulla grein fyrir því að innréttingar í menntastofnunum verða að vera slitþolnar og einnig öruggar í notkun fyrir starfsfólk og nemendur. Hins vegar ættu skápar fyrir skóla að vera á hagkvæmu verði. Innréttingarnar frá okkur uppfylla slík skilyrði. Við höfum heldur ekki gleymt útlitinu og göngum úr skugga um að innréttingarnar passi við heildarhönnun rýmisins.
Við mælum með samsetningum úr 100% HPL-harðplasti eða blöndu af málmi og HPL-harðplasti fyrir skólastofur, önnur herbergi eða anddyri menntastofnana. Slíkir skápar endast mun lengur en hefðbundar innréttingar úr málmi vegna notkunar á pressuðum plötum.
Skólaskápar fyrir nemendur
Vöruúrval ALSANIT inniheldur skápa fyrir skóla úr slitsterkum smíðaefnum sem mynda sterkar og endingargóðar samsetningar. Hægt er að fá skápa fyrir skóla úr ólíkum smíðaefnum. Við bjóðum upp á skápa fyrir skóla úr málmi og skápa úr HPL-harðplastplötum. Við bjóðum einnig upp á samsetningar af málmi og HPL-harðplasti. Óháð smíðaefni geta skápar fyrir búningsklefa skóla verið í spennandi og björtum litum, eða jafnvel með plastfilmu til að laga að hönnunareinkennum skólans. Vöruúrval okkar inniheldur einnig fjölbreytt úrval af læsingum og fylgihlutum.
Málmskápar fyrir skóla eru ódýrasta lausnin í vöruúrvali okkar. Hins vegar verður að taka fram að skáparnir eru einingaskiptir. Einingaskipt hönnun er einstök á markaðnum og hægt er að breyta skápunum, jafnvel eftir afhendingu, með því að bæta við fylgihlutum, breyta efni hurðanna og jafnvel breyta skiptingu hólfanna. Einingaskipt hönnun ALSANIT-skápanna dregur umtalsvert úr kostnaði við slíkar innréttingar. Hægt er að breyta og bæta við skápum og því er endingartími málmskápa fyrir skóla mun lengri en hefðbundinna innréttinga sem menntastofnanir nota. Hægt er að skipta um framhliðar og t.d. nota ódýrustu útgáfuna í upphafi og skipta síðar út hurðunum fyrir hurðir úr mjög sterkum HPL-harðplastplötum.
Fataskápar úr HPL-harðplasti
Við framleiðum innréttingar úr málmi og fataskápa fyrir skóla úr HPL-harðplasti. Slíkir skápar eru ekki einingaskiptir en skápar úr HPL-harðplasti eru hins vegar endingarbesta lausnin sem völ er á. Slíkir skápar voru upprunalega framleiddir fyrir sundlaugar, þar sem bæði umhverfið og mikil umferð notenda krefst afar slitsterkra innréttinga. Skápar úr HPL-harðplasti fyrir menntastofnanir eru fullkomið val og fjárfesting til margra ára.
Verð á skápum fyrir skóla fer eftir smíðaefni, málum og fylgihlutum. Því hvetjum við þig til að hafa samband við söludeild okkar til að fá ráðgjöf um hvaða útfærsla hentar þér best. Nálgun okkar á hvert rými er einstök og við sérframleiðum skápa fyrir skóla og mælum með notkun festinga úr fyrsta flokks stáli eða áli. Fjölbreytt úrval lita og mynstra gerir kleift að sérsníða vörurnar að þörfum viðskiptavina og rými viðkomandi menntastofnunar. Þú ert á réttum stað ef þú vilt kaupa skápa fyrir skóla!