Um Alsanit
UM ALSANIT
ALSANIT, við sköpum rými
Við framleiðum innréttingar og fylgihluti fyrir rými af ýmsum toga. Við sérhæfum okkur í innréttingum fyrir salerni. Markmið okkar er að vera stöðugt í þróun í samræmi við þarfir viðskiptavina okkar. Við lögum samsetningar okkar að þörfum notandans. Við framkvæmum skoðanir, prófanir og athuganir. Hjá okkur vinnur skapandi og opið fólk sem er heillað af starfi sínu. Okkar markmið er að eiga skilvirka samvinnu við viðskiptavini okkar.
Gildin okkar:
• hæfni – við aðstoðum viðskiptavini okkar á grundvelli þekkingar og reynslu okkar af fjölda verkefna. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu.
• skapandi hugsun – kemur fram í einstaklingsbundinni nálgun við útfærslu verkefna fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig. Markmið okkar er að svara öllum spurningum á sem bestan máta. Skapandi hugsun er grunnurinn að því að skapa nýja vörulínu og fylgihluti.
• pantanir – Hátt þjónustustig og fyrsta flokks skipulag framleiðsluferlisins gerir ALSANIT kleift að viðhalda nauðsynlegum staðli. Við viljum vera framarlega á markaðnum og slíkt krefst tímaneika og skilvirkni við úrvinnslu pantana.
• samstarf – við reiðum okkur á gott samstarf, bæði á meðal starfsfólksins og utan fyrirtækisins, við birgja og viðskiptavini okkar. Við leggjum áherslu á að aðstoða viðskiptavini allt frá hönnunarstigi til loka framkvæmda. Við sýnum viðskiptavinum okkar þakklæti með því að bjóða þeim samstarfsáætlanir.
• áreiðanleiki – mætti skilgreina sem stundvísi, mikil gæði afhentra vara og mjög góð samskipti við viðskiptavini. Slík eru mikilvægustu gildin sem við fylgjum í pantanaferli og samstarfi okkar. Áreiðanleiki tryggir ánægju viðskiptavina, bæði hvað vörurnar og þjónustuna varðar.
EFTIRFARANDI AÐILAR MÆLA MEÐ OKKUR:
Rannsóknir og þróun
VIÐ ÞRÓUM VÖRUR OKKAR FYRIR VIÐSKIPTAVININA
Í yfir áratug höfum við framleitt innréttingar fyrir salerni. Við höfum afgreitt fjölbreyttar pantanir frá viðskiptavinum okkar og gerum okkur grein fyrir mikilvægi stöðugrar tækniþróunar. Við reiðum okkur á eigin lausnir til að tryggja fyrsta flokks gæði uppsettra samsetninga:
- við framleiðum mikið úrval af skápafestingum,
- við notum eigin mót við að pressa álprófílana sem við hönnum..
Við erum fyrsta pólska fyrirtækið sem hóf framleiðslu á klefum úr 18 mm þykkum spónaplötum. Nýstárleg aðferð og innrömmun allra brúna með sérsmíðuðum prófílum gerði okkur kleift að smíða vöru sem er ótrúlega endingargóð og fáanleg á hægstæðu verði.
Við rekum eigið vöruhús og höfum mesta úrval smíðaefna og áferðar á markaðinum. Við þróum og betrumbætum vörur okkar. Við fylgjumst með nýjustu straumum og stefnum og breytum útliti vara okkar til að hönnun þeirra falli að áferð rýmis af hvaða toga sem er.
RANNSÓKNIR ERU FORSENDA NÝSKÖPUNAR
Hönnunin tekur mið af áskildu endingarþoli.
Við framkvæmum reglulega eigin gæða- og styrktarprófanir á íhlutum, m.a. á lömum, læsingum og stoðum. Áður en lamirnar eru notaðar við framleiðslu verða þær að standast prófanir sem fela í sér 200.000 opnanir og lokanir. Þessi fjöldi opnana og lokana samsvarar hnökralausri notkun í a.m.k. fimm ár.
Þannig getum við tryggt að vöruábyrgð okkar hvíli á traustum grunni. Innri prófanir og gæðastjórnun eru mikilvægir staðlar hjá fyrirtækinu okkar.
EINKALEYFI OG VOTTANIR
Vörur okkar hafa hlotið ESB-matsvottorð um tæknigögn og CE-vottorð frá Instytut Techniki Budowlanej og aðrar áskildar viðurkenningar.
Fjölmargar lausnir frá okkur, þar á meðal öryggiskerfið „ÖRUGGIR FINGUR“, ýmsir prófílar sem eru notaðir til framleiðslu á skápum og festingum eru einkaleyfavarðar eða eru skráð hönnun.