Verkkaupar nota breitt vöruúrval ALSANIT til að skapa örugg, hreinlát og fáguð salernisrými í skólum og leikskólum. Kostirnir við að nota innréttingar frá okkur koma bersýnilega í ljós hjá yngstu notendum í skólum og leikskólum. Við bjóðum upp á heildstæðar innréttingar fyrir skóla og leikskóla. Því fylgir sá ótvíræði kostur að sama fyrirtækið sér um að afhenda vörurnar án milliliða. Við sérhönnum m.a. skápa fyrir skóla og samsetningar baðherbergisklefa í mörgum útgáfum og smíðaefnum. Við bjóðum einnig vaskaskápa fyrir skóla, skilrúm fyrir þvagskálar og sturtuklefa.
Áhugaverð viðbót við vöruúrvalið eru viðhalds- og hreinsiefni fyrir vörur frá ALSANIT. Við mælum sérstaklega með A2-vörunni okkar til að fjarlægja óæskilegar merkingar og veggjakrot.
Hönnun vara okkar fyrir skóla miðast við að tryggja hámarksendingu og öryggi notenda. Við þróuðum og fengum einkaleyfi á kerfi sem við köllum „ÖRUGGIR FINGUR“ og er notað bæði í baðherbergisklefunum og fataskápunum. Einstök lausn sem kemur í veg fyrir að litlir fingur klemmist á milli hurðarkarmsins og lamarinnar. Þetta er eina kerfið af þessari gerð á markaðinum.
ALSANIT-skápar fyrir skóla eru vinsælustu vörurnar í vöruúrvali okkar. Þeir eru einingaskiptir og er því hægt að raða saman á ólíka vegu. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við innanhússhönnun og bjóðum t.d. sérsniðna grafík sem hentar vel í búningsklefa skóla. Þetta er hagkvæm lausn sem gerir innanrýmið bæði aðlaðandi og notalegt. Við bjóðum læsingar af ýmsum gerðum fyrir fataskápa, þ.m.t. hina sívinsælu rafstýrðu lása, bæði með kóða og RFID, samhæfðar við nemendakort skóla.
Skoðaðu vöruúrvalið og hafðu samband við okkur ef þú hefur áhuga og við gerum þér tilboð. Sérfræðingar okkar eru ávallt til reiðu til að veita góð ráð um val á bestu samsetningum innréttinga fyrir skóla og leikskóla.