Umhverfisvænt
Við þroskumst með því að hugsa um umhverfið
UMHVERFISVERND ER STAÐALL OKKAR
ALSANIT er umhverfisvænt fyrirtæki. Við göngum úr skugga um að svæðið umhverfis vinnusvæðið sé „grænt“ og notum einnig umhverfisvæn efni við hönnunar- og framleiðslustigið.
Efnin sem við notum hafa hlotið umhverfisvottanir, t.d. FSC-vottorð, PEFC-vottorð og GREENGUARD-vottorð. Þar að auki notum við háþróaðar lausnir og því nota vélar okkar litla orku og losunin því lítil. Einnig kaupum við vörur af staðbundum birgjum og framleiðum okkar eigin festingar. Þannig drögum við úr kolefnisspori okkar.
Við aukum þekkingu okkar á umhverfisvænni hönnum og leitum leiða til að deila slíkri þekkingu með viðskiptavinum okkar. Í framtíðinni ætlum við að innleiða sólarraforkulausnir til að draga úr losun okkar enn frekar.
Okkur finnst morgunljóst að beita eigi sjálfbærri stjórnun og nota hráefni á varfærinn hátt.
ÞRJÚ ÞÝÐINGARMIKIL ORÐ
Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur ALSANIT starfað samkvæmt reglunni ENDURVINNSLA, ENDURNOTKUN, MINNKUÐ NOTKUN.
- ENDURNOTKUN – Allur rekstur okkar miðast við hámarksnýtingu efnisins sem til fellur við framleiðslu og skurð á vörum okkar. Allt efni sem til fellur við plötuframleiðslu notum við til að búa til vörubretti. Það er okkar framlag til umhverfisverndar. Einnig er mikil vinna lögð í að nota litlar plötur til að framleiða tilbúnar einingar, eins og t.d. skilrúm.
- ENDURVINNSLA -Við sóum ekki nytsamlegum efnum og drögum þannig úr notkun á tiltækum hráefnum, orkunotkun okkar, loftmengun og vatnsmengun. Í tilvikum þar sem ekki reynist unnt að endurvinna afgangsefni við framleiðsluna er slíkt efni flokkað og sent til sérhæfðra fyrirtækja til förgunar.
- MINNKUÐ NOTKUN- - Stefna fyrirtækisins er að draga úr efnisnotkun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til lengri tíma litið. Alsanit leggur höfuðáherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra hönnun og nýsköpun innréttinga. Málmskáparnir eru t.d. einingaskiptir og er hægt að bæta við einingum eða endurraða þeim, jafnvel eftir að þær hafa verið afhentar viðskiptavininum. Á þann hátt tekst okkur að lengja endingartíma vörunnar og draga verulega úr förgun. Slíkt teljum við vera verulega umhverfisvænt.
Viðurkenndir birgjar
FSC-vottorð
Skógarnytjaráðið (FSC) er stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Markmið stofnunarinnar er að ganga úr skugga um að öll birgðarkeðja timburiðnaðarins uppfylli strangar kröfur um umhverfisvernd, jafnræði vinnufólks og ábyrga notkun skógartilfanga.
Þökk sé slíku neðansæknu frumkvæði njóta skógarnir verndar og hægt er að breyta timburiðnaðinum sem tengist oftar en ekki neikvæðum umhverfisáhrifum eða stundum ofnýtingu, á þann hátt sem tryggir varðveislu skógartilfanga og einstakra vistkerfa. Styrkleiki FSC er að vottorð er einungis gefið út ef allar einingar birgðarkeðjunnar uppfylla skilyrðin um ströngustu umhverfisstaðla.
ALSANIT kaupir einungis timbur af birgjum með FSV-vottorð.
PEFC-vottorð
Tilgangur áætlunar um viðurkenningu á skógavottunarkerfinu (PEFC) er að stuðla að sjálfbærri skógarstjórnun. PEFC er stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni og notast er við lausnir og vottunarkerfi hennar í fleiri en 39 löndum. PEFC reiðir sig á óháða sérfræðinga sem veita ríkisstofnunum ráðgjöf varðandi skógarstjórnun og timburframleiðslu. Markmið PEFC er að búa til skógarstjórnunarkerfi sem tryggir varðveislu skóga fyrir næstu kynslóðir.
ALSANIT kaupir melamínplötur og HPL-harðplastplötur af birgjum sem hlotið hafa PEFC-vottun.